Talibanar íhuga útrás

Vígamenn talibana æfa skotfimina.
Vígamenn talibana æfa skotfimina. Reuters

Talibanar í Afganistan sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að þeir hafi náð „samkomulagi á frumstigi“ um opnun pólitísks útibús og þá í tengslum við friðarviðræður við Bandaríkjastjórn.

Yfirlýsingin sem um ræðir var birt á vefsíðu talibana, „Röddu heilags stríðs“, en í henni kom fram að viðræður hefðu farið fram við nokkur þjóðríki, þar með talið Katar, um opnun skrifstofu utan Afganistans.

Sagði þar ennfremur að skrifstofunni væri ætlað að sinna samningaviðræðum við Bandaríkjastjórn og að ekki verði hvikað frá þeirri kröfu að Bandaríkjaher yfirgefi Afganistan svo binda megi endi á vopnuð átök.

Meðal annarra krafna talibana er að skipts verði á föngum við óvinaheri og er þá meðal annars horft til þeirra liðsmanna talibana sem eru í haldi Bandaríkjastjórnar í herstöðinni í Guantanamo á Kúbu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert