Banna olíuinnflutning frá Íran

Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í …
Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í gegnum Hormuz-sund fyrir olíuríki Mið-Austurlanda. Reuters

Rík­is­stjórn­ir aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sam­mælt­ust í dag um drög að banni við inn­flutn­ingi á olíu frá Íran til að þrýsta á þarlend stjórn­völd til að hætta við kjarn­orku­áætlun sína. Mik­il spenna hef­ur verið á milli vest­ur­veld­anna og Írana und­an­farið og hafa Banda­ríkja­menn hert viðskiptaþving­an­ir sín­ar gegn land­inu.

Banda­rísk stjórn­völd hafa fagnað ákvörðun evr­ópsku leiðtog­anna. Vest­ur­veld­in halda því fram að Íran­ar séu að reyna að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um en þeir þver­neita því og segja kjarn­orku­áætlun­in aðeins hafa friðsam­leg­an til­gang. Reu­ters-frétta­stof­an seg­ir frá þessu.

Olíu­verð hækkaði í dag þegar frétt­ir bár­ust af ákvörðun­inni. Íran­ar hafa meðal ann­ars hótað því að loka Horm­uz-sundi við mynni Persa­flóa sem er ein mik­il­væg­asta ol­íu­sigl­inga­leið í heimi ef vest­ur­veld­in herða efna­hagsþving­an­ir sín­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert