Kínverjar efla vígbúnað sinn

Bandaríska flugmóðurskipið USS Carl Vinson undan ströndum Hong Kong.
Bandaríska flugmóðurskipið USS Carl Vinson undan ströndum Hong Kong. Reuters

Kín­verski her­inn er að smíða nýj­ar eld­flaug­ar sem munu geta valdið mann­tjóni og skemmd­um á banda­rísk­um flug­móður­skip­um á hafsvæðunum und­an strönd­um Kína. Eld­flauga­smíðin er sagður liður í að halda banda­ríska sjó­hern­um lengra frá Kína. Smíðin er sögð hluti af nýju víg­búnaðarkapp­hlaupi.

Það er banda­ríska viðskipta­blaðið Wall Street Journal sem seg­ir frá smíðinni en um­rædd­ar eld­flaug­ar eiga að geta farið upp í heiðhvolfið, þann hluta loft­hjúps­ins sem ligg­ur milli veðrahvolfs og miðhvolfs.

Kem­ur fram í kín­versk­um fjöl­miðlum að drægni skeyt­anna sé 2.736 km en þau eru af gerðinni DF-21D. Er gildi þeirra meðal ann­ars sagt fel­ast í því að þótt varn­ar­búnaður flug­móður­skip­anna geti grandað ein­stök­um flaug­um sé ekki hægt að varna því að ein­hver hitti skip­in fyr­ir, sé mörg­um á annað borð skotið á loft í einu.

Yf­ir­ráðin á enda

Blaðið seg­ir banda­ríska sjó­her­inn hafa drottnað yfir Vest­ur-Kyrra­hafi frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Nú sé vígstaðan að breyt­ast og skollið á víg­búnaðarkapp­hlaup á milli risa­veld­anna, Banda­ríkj­anna og Kína.

Til marks um auk­inn slag­kraft Kína á sjó­her­inn nú 29 kaf­báta sem eru bún­ir stýrif­laug­um, borið sam­an við átta kaf­báta árið 2002.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert