Romney og Santorum jafnir

Newt Gingrich ávarpar stuðningsmenn eftir kosningarnar í Iowa þar sem …
Newt Gingrich ávarpar stuðningsmenn eftir kosningarnar í Iowa þar sem hann kom verr út en búist hafði verið við. Hann hét því að halda baráttu sinni áfram. reuters

Fyrstu niðurstöður forkosninga Repúblikanaflokksins í Iowa benda til jafnteflis Rick Santorum og Mitt Romney í keppninni um efsta sætið. Er 97% atkvæða höfðu verið talin hafði hvor um sig fjórðung þeirra og skildu aðeins 40 atkvæði þá að.

Ron Paul varð í þriðja sæti með 21%, newt Gingrich fjórði með 13%, Rick Perry fimmti með 10% en Michele Bachmann hlaut 5% og Jon Huntsman aðeins 1%.

Áður en kjörstaðir voru opnaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma höfðu myndast langar biðraðir við marga þeirra, en aðeins var opið fyrir kosningar í tvær stundir.

Búist var að keppnin í Iowa stæði aðallega á milli Romney, Paul og Santorum, eins og niðurstaðan varð.

Þótt kosningarnar í Iowa séu mikilvægar hafa úrslitin þar yfirleitt haft lítið að segja um hver verður frambjóðandi Repúblíkanaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert