Neita að greiða kolefnisgjald

ESB hefur hafið nýja skattlagningu á flugfélög.
ESB hefur hafið nýja skattlagningu á flugfélög. Reuters

Kín­versk flug­fé­lög neita að greiða kol­efn­is­gjald Evr­ópu­sam­bands­ins vegna los­un­ar á kol­díoxíði í and­rúms­loftið. Kerfið var inn­leitt á ný­árs­dag. Kín­versk stjórn­völd eru sögð und­ir­búa mótaðgerðir.

„Kína mun að sjálf­sögðu ekki eiga í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið um hið nýja kol­efniskvóta­kerfi,“ sagði Chai Hai­bo, einn helsti talsmaður kín­verskr­ar stofn­un­ar sem fer með flug­sam­göng­ur í Kína (CATA).

Kom Chai því jafn­framt á fram­færi að fyr­ir hönd allra kín­verskra flug­fé­laga vildi hann lýsa yfir mik­illi and­stöðu við að Evr­ópu­sam­bandið skuli ein­hliða þvinga alþjóðleg flug­fé­lög inn í nýja kerfið. Gaf Chai einnig til kynna að kín­versk stjórn­völd und­ir­búi viðbrögð við nýja skatt­in­um en upp­lýsti þó ekki í hverju þær hug­mynd­ir fel­ast.

Ótt­ast 60 millj­arða króna gjald­töku 2020

Kol­efniskvóta­kerf­inu var komið á árið 2005 og er því ætlað að hvetja meng­un­ar­valda til að draga úr los­un kol­díoxíðs með því að leggja gjald á los­un­ina. Flugið kom inn í kerfið á ný­árs­dag en 3% heild­ar­los­un­ar kem­ur frá því.

Kín­versk flug­fé­lög ótt­ast að þurfa að greiða 15 millj­arða króna vegna gjalds­ins í upp­hafi og að upp­hæðin muni svo hafa fjór­fald­ast í 60 millj­arða króna á ári þegar árið 2020 geng­ur í garð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert