Grindhvali rak á land

Tuttugu og fimm grindhvali rak á land skammt frá nýsjálenska bænum Nelson í gær. Björgunaraðgerðir hófust skömmu síðar og í dag tókst mönnum að draga 18 þeirra í sjóinn. Hinir sjö drápust.

Sérfræðingar segjast hafa áhyggjur hvölunum sem séu á lífi. Náið verði fylgst með þeim og hvernig þeim muni reiða af, en sá möguleiki er fyrir hendi að hvalina reki aftur á land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert