Jólamessa sungin í Betlehem

00:00
00:00

Fylgj­end­ur grísku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar fögnuðu jól­um í Fæðing­ar­kirkj­unni í Bet­lehem á Vest­ur­bakk­an­um. Þar er talið að Jesús hafi fæðst.

Prest­ar grísku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar í Bet­lehem sungu í dag jóla­messu í Fæðing­ar­kirkj­unni, en þar telja kristn­ir menn að Jesús hafi fæðst. Mess­an var sung­in á öðrum degi jóla sam­kvæmt þeirra helgi­da­ga­tali.

Theofi­los III patrí­arki af Jerúsalem stjórnaði messu­hald­inu að þessu sinni. Hann kom til Vest­ur­bakk­ans á föstu­dag­inn var og leiddi miðnæt­ur­messu á aðfanga­degi rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar.

Til svo­nefndr­ar Aust­ur­kirkju heyra kirkju­deild­ir á borð við ass­írísku kirkj­una, grísku rétt­trúnaðar­kirkj­una og rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­una, armensku kirkj­una og kopta­kirkj­una.

Kirkju­deild­ir Aust­ur­kirkj­unn­ar og Róm­versk-kaþólska kirkj­an nota Fæðing­ar­kirkj­una í Bet­lehem í sam­ein­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert