Fylgjendur grísku rétttrúnaðarkirkjunnar fögnuðu jólum í Fæðingarkirkjunni í Betlehem á Vesturbakkanum. Þar er talið að Jesús hafi fæðst.
Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Betlehem sungu í dag jólamessu í Fæðingarkirkjunni, en þar telja kristnir menn að Jesús hafi fæðst. Messan var sungin á öðrum degi jóla samkvæmt þeirra helgidagatali.
Theofilos III patríarki af Jerúsalem stjórnaði messuhaldinu að þessu sinni. Hann kom til Vesturbakkans á föstudaginn var og leiddi miðnæturmessu á aðfangadegi rétttrúnaðarkirkjunnar.
Til svonefndrar Austurkirkju heyra kirkjudeildir á borð við assírísku kirkjuna, grísku rétttrúnaðarkirkjuna og rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, armensku kirkjuna og koptakirkjuna.
Kirkjudeildir Austurkirkjunnar og Rómversk-kaþólska kirkjan nota Fæðingarkirkjuna í Betlehem í sameiningu.