Teygjan slitnaði í miðju teygjustökki

Ástralski ferðamaðurinn Erin Langworthy slapp með skrekkinn þegar hún steyptist ofan í Zambezi-ána við Viktoríufossa í Simbabve þar sem hún var í teygjustökki. Teygjan slitnaði og horfðu viðstaddir á hana hverfa í ána fyrir neðan. Náði hún þó að koma sér á þurrt land þrátt fyrir að fætur hennar væru bundnir saman með teygjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka