Fundu fimmtán lík í stafla

Lögregla í mexíkóska fylkinu Michoacan fann á mánudagsmorgun fimmtán lík sem staflað hafði verið upp fyrir utan bensínstöð í bænum Zitacuaro. Talið er fullvíst að fjöldamorðið tengist skipulögðum glæpasamtökum í landinu.

Öll líkin voru af karlmönnum, á ýmsum aldri og meðal annars þremur ungmennum. Öll báru þau merki pyntinga en banamein var í öllum tilvikum skotsár á höfði.

Mikið hefur verið um ofbeldi tengt glæpasamtökum í Michoacan en þar eigast helst við samtökin La Familia og Knights Templar. Michoacan er einnig heimafylki Felipes Calderons, forseta Mexíkó, en hann hefur átt í stríði við glæpasamtök undanfarin ár. Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa látist í þessu stríði sem hófst fyrir fimm árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert