Fundu fimmtán lík í stafla

00:00
00:00

Lög­regla í mexí­kóska fylk­inu Michoacan fann á mánu­dags­morg­un fimmtán lík sem staflað hafði verið upp fyr­ir utan bens­ín­stöð í bæn­um Zitacu­aro. Talið er full­víst að fjölda­morðið teng­ist skipu­lögðum glæpa­sam­tök­um í land­inu.

Öll lík­in voru af karl­mönn­um, á ýms­um aldri og meðal ann­ars þrem­ur ung­menn­um. Öll báru þau merki pynt­inga en bana­mein var í öll­um til­vik­um skotsár á höfði.

Mikið hef­ur verið um of­beldi tengt glæpa­sam­tök­um í Michoacan en þar eig­ast helst við sam­tök­in La Familia og Knig­hts Templ­ar. Michoacan er einnig heima­fylki Felipes Calderons, for­seta Mexí­kó, en hann hef­ur átt í stríði við glæpa­sam­tök und­an­far­in ár. Tæp­lega fimm­tíu þúsund manns hafa lát­ist í þessu stríði sem hófst fyr­ir fimm árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert