Tæplega fimmtugur Túnisbúi, sem kveikti í sér í mótmælaskyni á fimmtudag, lést af sárum sínum í dag, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu sem hann var fluttur á.
Ammar Gharsalla, atvinnulaus 48 ára þriggja barna faðir, kveikti í sér fyrir utan skrifstofu stjórnvalda í Gafsa í Túnis en hann hafði ítrekað reynt að fá fund með ráðherrum landsins og héraðsstjórninni vegna ástandsins í atvinnumálum, líkt og greint var frá á mbl.is á fimmtudag.