Hvergi í heiminum eru laun iðnverkamanna hærri en í Noregi Þetta sýnir ný úttekt sem bandaríska atvinnumálaráðuneytið gerði. Norskir iðnaðarmenn fá að jafnaði greiddar um 200 norskar krónur á tímann, sem nemur rúmum 4.000 íslenskum krónum.
Fram kemur á norska fréttavefnum ABCNyheter að árið 1995 hafi norskir iðnverkamenn verið þeir sjöttu dýrustu á heimsvísu en þeir hafa klifið launaþrepin eitt af öðru og frá og með 2006 hafa þeir trónað á toppnum. Önnur lönd þar sem iðnverkamenn búa við góð kjör eru Belgía, Sviss, Svíþjóð og Danmörk, en í engu þeirra eru launin þó samkeppnishæf við Noreg.
Til samanburðar fá sænskir iðnverkamenn rúmar 2.000 krónur á tímann, samkvæmt úttektinni, eða næstum helmingi minna en þeir norsku.