Hvam hissa á skaðabótadómi

Frank Hvam.
Frank Hvam.

Dómur, sem kveðinn var upp í Danmörku í gær þegar danskri fótboltabullu var gert að greiða danska knattspyrnusambandinu jafnvirði 40 milljóna íslenskra króna, vakti athygli danska grínistans Franks Hvams. 

„Elsta Brønderslev-dóttirin var pyntuð, henni var nauðgað og foreldrar hennar seldu hana í vændi árum saman. Skaðabætur 150 þúsund. Fótboltabulla hleypur inn á fótboltavöll og slær til dómarans án þess að hitta. Skaðabætur 1,8 milljónir. Auðvitað getur þetta ekki farið á annan veg,“ skrifar Hvam á facebooksíðu sinni.

Blaðið Jyllands-Posten segir, að þeir lesendur sem hafi tjáð sig um málið á vef blaðsins séu flestir sammála um að bótaupphæðin, sem fótboltabullunni var gert að greiða, sé allt of há.

Fangelsisdómur staðfestur yfir dönskum foreldrum

Þarf að greiða 40 milljónir í bætur fyrir ólæti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert