Íranskur vísindamaður myrtur

Íranskur vísindamaður á sviði kjarnorkuvísinda var myrtur í sprengingu norður af Teheran i dag. Talið er að maður á mótorhjóli hafi komið sprengju fyrir undir bíl mannsins sem grandaði honum. Tveir særðust í árásinni.

Maðurinn heitir Mostafa Ahmadi-Roshan og var 32 ára. Hann var háskólakennari og yfirmaður deildar í Natanz sem sér um auðgun á úrani sem unnið er í námu í Isfahan-héraði.

Nokkrir íranskir vísindamenn á sviði kjarnorku hafa verið myrtir á síðustu árum. Stjórnvöld í Íran hafa kennt Ísrael og Bandaríkjunum um þessi morð, en þau hafa vísað því alfarið á bug.

Fyrir tveimur árum var Massoud Ali Mohammadi, fimmtugur íranskur kjarnorkuvísindamaður, myrtur. Hann var á leið frá heimili sínu í Teheran. Tímasprengja sprakk þegar hann lagði af stað á bíl sínum.

Mostafa Ahmadi-Roshan lést í sprengingunni.
Mostafa Ahmadi-Roshan lést í sprengingunni. AFP
Stjórnvöld í Íran vinna að því að þróa kjarnorkuvopn.
Stjórnvöld í Íran vinna að því að þróa kjarnorkuvopn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka