Hundruð mótmælenda söfnuðust saman við Hvíta húsið í dag til að sýna andstöðu sína gegn Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu, en tíu ár eru frá því fyrsti fanginn var fluttur þangað. Frá Hvíta húsinu gengu mótmælendur íklæddir einkennandi appelsínugulum fangabúningum að Hæstarétti Bandaríkjanna.
Guantanamo-fangabúðirnar voru settar upp eftir að bandarískur her réðst inn í Afganistan. Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í janúar 2010 að búðunum skyldi lokað en þær eru enn starfræktar.