Prestur játar 280 kynferðisbrot

180.000 Þjóðverjar sögðu sig úr kaþólsku kirkjunni árið 2010 eftir …
180.000 Þjóðverjar sögðu sig úr kaþólsku kirkjunni árið 2010 eftir fjölda hneykslismála tengdum kynferðisofbeldi. Reuters

Kaþólsk­ur prest­ur í Þýskalandi hef­ur játað 280 kyn­ferðis­brot gegn þrem­ur drengj­um und­an­far­inn ára­tug. Prest­ur­inn sagðist fyr­ir rétti ekki hafa talið sig valda nein­um skaða með gjörðum sín­um.

Prest­ur­inn viður­kenndi fyr­ir rétti í Braunschweig að hafa fyrst brotið gegn 9 ára göml­um syni ekkju úr söfnuði sín­um. Eft­ir að bisk­ups­dæmið bannaði hon­um að eiga frek­ari sam­skipti við dreng­inn sneri hann sér að tveim­ur bræðrum, 9 og 13 ára göml­um.

Þúsund­ir Þjóðverja hafa sagt sig úr kaþólsku kirkj­unni þar í landi vegna af­hjúp­un­ar fjölda kyn­ferðis­brota af hálfu presta. Árið 2010 sögðu 180.000 manns sig úr kirkj­unni, 40% fleiri en ár­inu áður, að sögn Deutsche Welle.

Prest­ur­inn í Braunschweig má eiga von á u.þ.b. 6 ára fang­els­is­dómi, að sögn BBC. Hann var hand­tek­inn í fyrra­sum­ar eft­ir að móðir fyrsta fórn­ar­lambs hans hafði sam­band við yf­ir­völd. Dreng­ur­inn, sem nú er 17 ára, hafði þá ný­lega greint móður sinni frá kyn­ferðisof­beld­inu sem hann varð fyr­ir á tveggja ára tíma­bili þegar hann var 9 til 11 ára gam­all.

Brot­in gegn drengj­un­um þrem­ur fóru fram á ýms­um stöðum, m.a. heim­ili prests­ins, á heim­ili for­eldra drengj­anna, í ferð í Disney­land í Par­ís og fyr­ir messu í kirkj­unni. Prest­ur­inn sagði fyr­ir rétt­in­um að það hefði aldrei hvarflað að sér að hann væri að vinna drengj­un­um skaða. "Ég skynjaði það aldrei að þetta væri ekki með vilja og samþykki barn­anna," sagði hann.

Um 2.800 kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir af börn­um fund­ust í tölvu prests­ins, sum­ar þeirra af drengj­un­um þrem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert