Lánshæfislækkunin „ekki stórslys“

Alain Juppe utanríkisráðherra Frakklands.
Alain Juppe utanríkisráðherra Frakklands. Reuters

Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að lánshæfislækkun Frakklands hefði „ekki verið stórslys“ og hvatti um leið fólk til þess að halda ró sinni og sýna þrautseigju á meðan ríkisstjórn landsins hleypti af stað efnahagsumbótum sínum.

Að sögn Juppe eru réttu viðbrögðin við lánshæfislækkun Frakklands af hálfu matsfyrirtækisins Standard og Poor's þau að halda áfram að draga úr opinberri skuldsetningu Frakklands.

„Þetta eru augljóslega ekki góðar fréttir, en þetta er þó ekki stórslys,“ sagði Juppe við blaðamenn í Myanmar í dag en þar er hann staddur nú í tveggja daga opinberri heimsókn. Juppe benti einnig á að S&P hefði í mati sínu litið til alls evrusvæðisins en ekki einungis til aðstæðna í Frakklandi.

„Við verðum að halda ró okkar - það að blása upp vandann mun ekki þjóna hagsmunum landsins og ég óttast að sumt fólk hafi fyllst ótta að ástæðulausu,“ sagði Juppe og bætti við að hann væri sammála Francois Fillon, fjármálaráðherra Frakklands, um að réttu viðbrögðin „væru ekki þau að skipta um stefnu heldur þvert á móti að halda áfram með efnahagsumbæturnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert