3.000 ára söngkona fundin

Frá Egyptalandi.
Frá Egyptalandi. ALADIN ABDEL NABY

Svissneskir fornleifafræðingar gerðu merka uppgötvun þegar þeir fundu fyrir slysni 3.000 ára grafhýsi söngkonu í Dal konunganna í Egyptalandi. Samkvæmt áletrunum sem fundust á veggskildi úr tré var konan, Nehmes Bastet söngkona guðsins Amon Ra á tímum tuttugustu og annarrar konungsættarinnar. Ættin var við völd á árunum 945-745 fyrir Krist.

Bastet var dóttir æðstaprests Amon segir Mohammed Ibrahim, fornleifaráðherra Egypta.

Hann segir uppgötvunina mikilvæga þar sem „hún sýnir að Dalur konunganna var einnig notaður sem greftrunarstaður fyrir almenna borgara og presta tuttugustu og annarrar konungsættarinnar,“ segir Ibrahim.

Hingað til að hafa þau grafhýsi sem fundist hafa í hinum sögufræga Dal konunganna tengst fornegypskum konungaættum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert