Ísbirnir í Kulusuk

Kulusuk á Grænlandi.
Kulusuk á Grænlandi. mbl.is/Ómar

Þrír ísbirnir voru skotnir í Kulusuk á Grænlandi í gær en þeir komu inn í byggðina með hafís, sem barst suður meðfram austurströnd Grænlands. Þrettán ára stúlka mætti björnunum og hélt að þeir væru stórir hundar. 

Fram kemur á vefnum sermitsiaq.ag, að líklega hafi verið um að ræða birnu með tvo húna. Birnirnir hafi fyrst sést í gær við flugvöllinn. Var reynt að stugga við dýrunum og virtist hafa tekist að reka þá burt. En síðdegis komu þeir aftur og komu inn í byggðina þar sem litla stúlkan mætti þeim. Í kjölfarið var safnað liði og birnirnir skotnir.

Haft er eftir Lars-Peter Sterling, skólafulltrúa í Kulusuk, að ekkert hafi verið annað að gera en skjóta birnina þótt mönnum hafi verið það þvert um geð. Elliheimili á staðnum og eftirlaunaþegar fengu kjötið af björnunum og skinnin verða afhent grænlensku heimastjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert