Ítala bjargað úr skipinu

Björgunarmönnum tókst í dag að bjarga ítölskum karlmanni úr skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem marar í hálfu kafi undan vesturströnd Ítalíu.

„Hann er hólpinn,“ sagði embættismaður eftir að Marrico Giempietroni, þjónustustjóri skipsins, náðist úr klefa á þriðju hæð skipsins.

Ítalskir fjölmiðlar sögðu að Giempietroni væri fótbrotinn. Þyrla sást koma sér fyrir yfir skipinu til að flytja hann á sjúkrahús.

Í nótt var ungum suðurkóreskum hjónum bjargað úr skipinu. Þau voru ómeidd.

Skipið liggur á hliðinni skammt frá eyjunni Giglio.
Skipið liggur á hliðinni skammt frá eyjunni Giglio. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert