Grípa verður til aðgerða

David Lipton aðstoðarforstjóri AGS
David Lipton aðstoðarforstjóri AGS Reuters

Ríki Evrópu verða að grípa til viðamikilla aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekari niðursveiflu í álfunni, segir aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, David Lipton.

Á fundi með yfirmönnum fjármálafyrirtækja í Hong Kong í dag sagði Lipton að það væri að hægja á efnahagslífi heimsins og hættan á enn frekari niðursveiflu væri mikil í Evrópu sem og annars staðar í heiminum. Hann telur að í stað þess að velta sér upp úr vandanum sé áhrifaríkara að leita lausna og vinna sig út úr kreppunni.

Góðu fréttirnar séu þær að allir viti hvað þurfi að gera og samvinna sé um að grípa til aðgerða. Enda ef ekkert verði að gert sé leiðin bara niður á við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert