Birti upptökur af samskiptum við skipstjórann

00:00
00:00

Ítalskt dag­blað hef­ur nú skrifað upp og birt upp­töku af sam­skipt­um hafn­ar­yf­ir­valda Li­vorno á Ítal­íu og skip­stjóra Costa Concordia, sem áttu sér eft­ir að skipið strandaði. Þar heyr­ist hvernig skip­stjór­inn sem á nú yfir höfði sér ákær­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi og að hafa yf­ir­gefið skipið, er ít­rekað beðinn um að fara aft­ur um borð.

Biðja hafn­ar­yf­ir­völd skip­stjór­ann um að fara aft­ur um borð og upp­lýsa þau um hve marg­ir séu eft­ir um borð, hve mörg börn, hve marg­ar kon­ur og hvers kon­ar hjálp­ar sé þörf.
„Er það á hreinu? Sjáðu til Schett­ino, þú hef­ur kannski bjargað sjálf­um þér úr sjón­um en ég mun sjá til þess að út þú lít­ir illa út í þessu,“ seg­ir de Falco hjá Li­vorno-höfn, sem tal­ar við Schett­ino um leið og hann bölv­ar. 

Eft­ir nær fjög­urra mín­útna sam­skipti þar sem de Falco reyn­ir að fá upp­lýs­ing­ar upp úr Schett­ino og fá hann til að fara aft­ur um borð, samþykk­ir Schett­ino að gera það. Ljóst þykir að hann hafi samt ekki farið aft­ur um borð eins og hann sagðist ætla að gera.

Fjár­mála­stjóri skips­ins, Manrico Gi­an­patroni sem féll og fót­brotnaði þegar hann reyndi að koma farþegum til aðstoðar, ligg­ur nú á sjúkra­húsi.

Enn er leitað að fólki í flaki skips­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert