Birti upptökur af samskiptum við skipstjórann

Ítalskt dagblað hefur nú skrifað upp og birt upptöku af samskiptum hafnaryfirvalda Livorno á Ítalíu og skipstjóra Costa Concordia, sem áttu sér eftir að skipið strandaði. Þar heyrist hvernig skipstjórinn sem á nú yfir höfði sér ákærur fyrir manndráp af gáleysi og að hafa yfirgefið skipið, er ítrekað beðinn um að fara aftur um borð.

Biðja hafnaryfirvöld skipstjórann um að fara aftur um borð og upplýsa þau um hve margir séu eftir um borð, hve mörg börn, hve margar konur og hvers konar hjálpar sé þörf.
„Er það á hreinu? Sjáðu til Schettino, þú hefur kannski bjargað sjálfum þér úr sjónum en ég mun sjá til þess að út þú lítir illa út í þessu,“ segir de Falco hjá Livorno-höfn, sem talar við Schettino um leið og hann bölvar. 

Eftir nær fjögurra mínútna samskipti þar sem de Falco reynir að fá upplýsingar upp úr Schettino og fá hann til að fara aftur um borð, samþykkir Schettino að gera það. Ljóst þykir að hann hafi samt ekki farið aftur um borð eins og hann sagðist ætla að gera.

Fjármálastjóri skipsins, Manrico Gianpatroni sem féll og fótbrotnaði þegar hann reyndi að koma farþegum til aðstoðar, liggur nú á sjúkrahúsi.

Enn er leitað að fólki í flaki skipsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka