Ókeypis að pissa í Kaupmannahöfn

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Bráðum verður ókeypis að ganga örna sinna í Kaupmannahöfn, en fram að þessu hafa þurfandi greitt tvær krónur fyrir að létta á sér á almenningssalernum borgarinnar. Þetta mælist vel fyrir hjá borgarbúum.

Iben Wiene Rathje, sem á sæti í borgarráði segir í samtali við fréttavef Jyllands-Posten að þessar breytingar séu til batnaðar. „Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir heimilislausar konur sem hingað til hafa þurft að gera þarfir sínar úti á götu, eða þurfa ávallt að passa upp á að vera með peninga á sér,“ segir Rathje.

Hún segir að kostnaðurinn við þessa breytingu nemi um 400.000 krónum og að það verði m.a. fjármagnað með því að stytta vakttíma á þeim salernum sem eru vöktuð.

Frétt Jyllands-Posten

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: ...
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert