Segir að Skotland yrði niðurlægt

Breski og skoski fáninn blakta við hún.
Breski og skoski fáninn blakta við hún. Reuters

Skotland yrði niðurlægt ef það yrði sjálfstætt en héldi áfram að nota breska pundið sem gjaldmiðil sinn þar sem það hefði þar með ekki lengur neitt vald yfir eigin peningamálum. Þetta hefur fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph eftir Malcolm Rifkind, fyrrverandi ráðherra Skotlandsmála í bresku ríkisstjórninni.

Rifkind bar þessa stöðu saman við Afríkuríkið Simbabve sem hefur undanfarin þrjú ár notað bandaríska dollarann sem gjaldmiðil sinn áfram fleirum í kjölfar þess að sjálfstæður gjaldmiðill landsins var lagður niður. Sagði hann að það væri spurning hvort Skotland yrði raunverulega sjálfstætt án eigin gjaldmiðils.

Þá benti Rifkind á að Evrópusambandið gæti neytt Skotland til þess að taka upp evruna þar sem undanþágur Bretlands frá henni myndu væntanlega ekki lengur eiga við um Skota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert