Meinuð landvist vegna nektarmynda

Golshifteh Farahan
Golshifteh Farahan

Leikkonu frá Íran hefur verið bannað að koma til landsins eftir að nektarmyndir af henni voru birtar í frönsku tímariti. Hún segist hafa farið í myndatökuna til að mótmæla hvernig komið væri fram við konur í Íran.

Nektarmyndir af Golshifteh Farahani birtust í tímaritinu Madame Le Figaro. Margir íbúar í Mið-Austurlöndum og Íran hafa heimsótt Fésbókarsíðu hennar eftir að myndarnar birtust.

Farahani yfirgaf Íran fyrir ári vegna þess að hún sagðist ekki geta búið í landi sem væri með margskonar bönn við því hvernig konur höguðu lífi sínu. Hún segir núna að hún hafi fengið tilkynningu frá stjórnvöldum í Íran um að hún megi ekki snúa aftur til Írans.

Farahani lék á móti Leonardo Di Caprio í bíómyndinni Body of Lies.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert