Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði síðastliðinn föstudag var látinn laus úr fangelsi í nótt og sætir nú stofufangelsi á heimili sínu í bænum Meta di Sorrento.
Skipstjórinn, Francesco Schettino, verður væntanlega kærður fyrir að bera ábyrgð á dauða fjölda manna og fyrir að hafa yfirgefið skipið á ögurstundu, þegar fjöldi farþega var enn um borð.
Nú hefur verið staðfest að 11 létust í skipsstrandinu og 20 er enn saknað.