Santorum sigraði í Iowa

Rick Santorum.
Rick Santorum. Reuters

Bandaríski Repúblikanaflokkurinn tilkynnti í dag, að Rick Santorum hefði sigrað í forvali flokksins í Iowa fyrir hálfum mánuði en ekki Mitt Romney eins og upphaflega var tilkynnt.

Forvalið í Iowa var það fyrsta, sem haldið var í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Upphaflega var tilkynnt að Romney hefði sigrað með 8 atkvæða mun en í dag var því hins vegar lýst yfir, að Santorum hefði fengið 34 atkvæðum fleira en Romney.

120.000 greiddu atkvæði í forvalinu. Endanleg niðurstaða verður líklega aldrei ljós vegna þess að Repúblikanaflokkurinn í Iowa segir að úrslit frá átta kjörstöðum hafi týnst.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert