Sprungur fundust í vængjum flugvéla

Prófa þarf um helming alls Airbus 380 flotans til að …
Prófa þarf um helming alls Airbus 380 flotans til að tryggja að engar sprungur séu í vængjum vélanna. LUIS ENRIQUE ASCUI

Nýlega fundust sprungur í vængjum risaþota af gerðinni Airbus A380. Í kjölfarið skyldaði Evrópska flugöryggisstofnunin (EASA) flugfélög til að framkvæma öryggisathuganir á því sem nemur tæplega helmingi alls Airbus A-380 flotans sem nú er í notkun.

Í yfirlýsingu frá stofnunni kemur fram að ef gallinn verður ekki athugaður og lagfærður í öllum tilvikum, gæti hann mögulega veikt byggingu vélanna og þannig haft áhrif á öryggi farþega.

Athuganirnar eru brýnni hjá eldri vélum og samkvæmt því sem heimildir segja verða þær framkvæmdar á næstu fjórum dögum á níu af þeim 67 A380-vélum sem nú eru í notkun um gervallan heim. Á næstu sex vikum verður 21 þota yfirfarin til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert