Þrjú börn látist vegna bakteríusýkingar

25 börn eru á vökudeildinni í Belfast.
25 börn eru á vökudeildinni í Belfast. mbl.is/Reuters

Þrjú ungbörn hafa nú látist á vökudeild Konunglega sjúkrahússins í Belfast á Norður-Írlandi, líklega af völdum skæðrar bakteríusýkingar. Belfast-sjóðurinn sem rekur spítalann, telur börnin hafa látist vegna faraldurs bakteríu sem kallast Pseudomonas aeruginosa. Bakterían getur valdið sýkingu í brjósti, blóði og þvagi.

Í frétt á vef Guardian segir að 25 ungbörn séu nú á vökudeildinni. Líklega verði þau flutt á annað sjúkrahús.

Starfsmaður vökudeildarinnar segir að verið sé að reyna að komast að uppruna sýkingarinnar. Bakteríuna er helst að finna í vatni og raka. Börnin á vökudeildinni eru mjög viðkvæm, oft fyrirburar, með veikt ónæmiskerfi.

Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Edwin Poots, segir það forgangsmál að komast fyrir sýkinguna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert