Vilja kjósa um nýjan ESB-sáttmála

Frá kaupmannahöfn.
Frá kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Meirihluti Dana vill samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um það hvort Danmörk gerist aðili að nýjum sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins sem ætlað er að leysa úr efnahagserfiðleikum evrusvæðisins

Samkvæmt könnuninni vilja 59,6% að fram fari þjóðaratkvæði um málið en 34,8% vilja það ekki enda sé engin lagaleg skuldbinding til þess. 5,6% taka hins vegar ekki afstöðu.

Könnunin var gerð dagana 12. til 17. janúar af fyrirtækinu A&B Analyse fyrir vefsíðuna Althinget.dk og var úrtakið 1.175 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert