Milljónir fagna nýju ári

00:00
00:00

Millj­ón­ir manna í Asíu búa sig nú und­ir hátíðahöld í til­efni af ára­mót­um sam­kvæmt þeirra tíma­tali. Sam­kvæmt kín­versku tíma­tali gegn­ur ár drek­ans í garð á mánu­dag­inn, en drek­inn er goðsagna­vera sem tal­in er boða gæfu í mörg­um Asíu­lönd­um.

Tíma­setn­ing kín­verska ný­árs­ins er breyti­leg en það geng­ur jafn­an í garð á öðru tungli eft­ir vetr­arsól­stöður og er fagnað í 15 daga með svo­kallaðri Vor­hátíð, sem hefst á mánu­dag. Drek­inn tákn­ar gæfu, get­una til að verj­ast illu og betri tíð fyr­ir fjöl­skyld­una. Meðal kín­verskra para er því gjarn­an vin­sælt að geta barn á ári drek­ans.

En það er víðar en í Kína sem ára­mót­un­um er fagnað sam­kvæmt þessu tíma­tali. Í Bang­kok er verið að und­ir­búa mikla skrúðgöngu í til­efni ára­mót­anna og í Kambódíu selja götu­sölu­menn nú ákveðnar gerðir ávaxta­trjáa og plantna til að gróður­setja um ára­mót í von um gæfu. Í Malas­íu æfir dans­flokk­ur kvenna fyr­ir skraut­leg hátíðahöld og læt­ur háan ald­ur ekki trufla þá hefð, en meðal­ald­ur kvenn­anna er 60 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert