Lamar Smith, þingmaður Repúblikanaflokksins á fulltrúaþingi Bandaríkjanna og flutningsmaður hins hins umdeilda SOPA-frumvarps um höfundarrétt á netinu, tilkynnti seint í gærkvöldi að hann hygðist draga SOPA-frumvarpið til baka.
Að sögn Smiths tekur hann gagnrýni á frumvarpið, sem ætlað var að draga úr „sjóræningjastarfsemi“ á netinu, alvarlega. „Það er alveg skýrt að við þurfum að endurskoða nálgun okkar á því hvernig best er að kljást við þann vanda sem felst í því að erlendir þjófar stela og selja bandarískar uppfinningar og vöru,“ sagði Smith við Reuters í gær.
Nánar má lesa um málið á vef Reuters.