Eiginkona ráðherra í frönsku ríkisstjórninni framdi sjálfsmorð á heimili sínu í París í dag.
Astrid Herrenschmidt var 45 ára gömul. Móðir hennar fann hana á heimili sínu í dag. Hún hafði hengt sig. Herrenschmidt var eiginkona Lucs Chatels, menntamálaráðherra Frakklands, en þau giftu sig 1991 og áttu fjögur börn.
Chatel tók við embætti menntamálaráðherra árið 2009.