Fulltrúar Evrópusambandslandanna 27 komust í dag að samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Íran sem fela í sér að bannað verði að kaupa olíu frá landinu. Er bannið lagt til, í viðleitni til að draga úr því fjármagni sem Íranar hafa umleikis til að fjármagna umdeilda kjarnorkuáætlun sína.
Utanríkisráðherrar ESB-landanna eiga eftir að samþykkja bannið formlega á fundi sínum í Brussel.