Leggja áfram á kynlífsskatt

Lögleiðing vændis er umdeild aðgerð.
Lögleiðing vændis er umdeild aðgerð. Reuters

Borg­ar­yf­ir­völd í Bonn í Þýskalandi hafa ákveðið að leggja áfram á kyn­lífs­skatt á gleðikon­ur sem starfa í borg­inni. Skatt­ur­inn var fyrst lagður á í ág­úst í fyrra og telja borg­ar­yf­ir­völd að reynsla af hon­um sé góð.

Skatt­ur­inn virk­ar með svipuðum hætti og stöðumæla­gjald sem lagt er á bif­reiðar. Skatt­ur­inn skilaði á síðasta ári tekj­um til borg­ar­inn­ar sem nema 250 þúsund evr­um eða um 40 millj­ón­um króna.

Talsmaður borg­ar­inn­ar seg­ir að reynsl­an af skatt­in­um sé góð og hann verði áfram lagður á. Gleðikon­ur sem starfa á göt­um úti greiða sex evr­ur á kvöldi í skatt óháð því hversu mikið er að gera hjá þeim. Þær sem ekki eru með greiðslu­kvitt­un á sér geta átt von á sekt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert