34 líflátnir á einum degi

Navi Pillay.
Navi Pillay.

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir upplýsingar um að 34 hafi verið teknir af líki í Írak á einum degi í síðustu viku vera skelfilegar. Hún segir fulla ástæðu til að efast um að réttarhöld yfir hinum dæmdu hafi verið sanngjörn.

Sameinuðu þjóðirnar telja að meira en 1.200 manns hafi verið teknir af lífi í Írak frá árinu 2004. Amnesty International segja að 12 hafi verið teknir af lífi á einum degi í nóvember á síðasta ári. Ríkissjónvarpið í Írak segir að 19. janúar hafi 34 verið teknir af lífi. Mennirnir hafi gerst sekir um hryðjuverkastarfsemi.

Navi Pillay segir að jafnvel þó að um væri að ræða sanngjörn réttarhöld væri þessi háa tala skelfileg. Hún segir ástæðu til að óttast að sumar játningar þeirra sem teknir voru af lífi hafi verið þvingaðar fram með valdi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert