Pynta fanga til dauða

Reuters

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að uppreisnarmenn hafi pyntað fólk í fangelsum í Líbíu og að nokkrir einstaklingar hafi látist af völdum pyntinganna.

Samtökin segjast hafa hitt sjúklinga í Trípólí, Misrata og Gheryan sem hafi verið með opin sár á höfði, útlimum og á baki, að því er fram kemur á vef breska útvarpsins.

Talsmaður Amnesty segir að her- og öryggissveitarmenn framkvæmi pyntingarnar, auk uppreisnarhópa sem starfi utan við ramma laganna.

Þá hafa samtökin Læknar án landamæra hætt störfum í Misrata eftir að hafa sinnt 115 sjúklingum sem voru með áverka eftir pyntingar.

Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa áhyggjur af því við hvaða aðstæður sjúklingunum er haldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert