Jarðskjálfti í Kyrrahafi

Öflugur eftirskjálfti upp á 5,2 stig átti sér stað eftir …
Öflugur eftirskjálfti upp á 5,2 stig átti sér stað eftir neðansjávarskjálfta í Kyrrahafi.

Neðansjávarskjálfti skók Kermadec-eyjar í Kyrrahafi nú rétt eftir miðnætti á staðartíma á Nýja-Sjálandi. Þrátt fyrir mikinn styrk hefur ekki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun, en skjálftinn mældist 6,2 stig.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni átti skjálftinn sér stað á 28 kílómetra dýpi en svæðið er kallað „eldhringurinn“vegna gríðarmikillar skjálftavirkni.

Eftirskjálfti upp á 5,2 stig átti sér stað 5 mínútum eftir skjálftann á sama svæði.
Kermadec-eyjarnar eru nyrstu eyjar Nýja-Sjálands, 1.100 kílómetra norður af Auckland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka