Dæmdur til dauða fyrir klámvef

Írani, sem hefur verið búsettur í Kanada um árabil, verður tekinn af lífi fyrir að hafa rekið vefsvæði þar sem klámefni er að finna.

Þetta kemur fram í írönskum fjölmiðlum í dag en áður hafði hæstiréttur Írans snúið við dómi undirréttar og dregið dauðarefsinguna til baka.

Dauðadómur Saeed Malekpour, sem bar ábyrgð á klámvef, hefur verið endurnýjaður af hæstarétti, segir í frétt Farc-fréttastofunnar án þess að fram komi hvaða heimildir séu að baki fréttinni. Þetta staðfestir orð bresks lögfræðings sem tengist málinu.

Malekpour, sem er 36 ára tölvunarfræðingur, var í desember 2010 fundinn sekur um að hafa hannað og sett á laggirnar vef með klámefni. Malepour hefur búið í Kanada frá árinu 2004 en hann var handtekinn árið 2008 í Íran er hann heimsótti föður sinn á banabeði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert