Fundin sek um fjögur morð

00:00
00:00

Hjón og son­ur þeirra voru fund­in sek um morð á fjór­um kon­um í fjöl­skyldu þeirra í Kan­ada í kvöld. Var hvert þeirra dæmt í 25 ára fang­elsi. Þrjár hinna látnu eru dæt­ur hjón­anna og sú fjórða var fyrsta eig­in­kona manns­ins.

Hjón­in, Mohammad Shafia 58 ára og Tooba Mahommad Ya­hya 42 ára, eru inn­flytj­end­ur frá Af­gan­ist­an. Voru þau ásamt syni sín­um, Hamed, 21 árs, dæmd fyr­ir sæmd­armorð inn­an fjöl­skyld­unn­ar árið 2009. Þau munu öll ætla að áfrýja dómn­um, að sögn lög­manna þeirra.

Dóm­ar­inn í King­st­on, Ont­ario, Robert Mar­an­ger, sagði í kvöld er hann kvað upp dóm­inn að glæp­ur þeirra væri sví­v­irðileg­ur og að gögn máls­ins sýndu það og sönnuðu að þau væru sek.

Lík þeirra Zainab Shafia, 19 ára, Sa­h­ar Shafia, 17 ára, Geeti Shafia, 13 ára og Rona Amir Mohammad, 50 ára, fund­ust í bif­reið sem maraði í loku skipa­sk­urðar (e. canal lock) í ná­grenni King­st­on í júní 2009.

Vitni lýstu því í rétt­ar­saln­um að fórn­ar­lömb­un­um hefði ít­rekað verið hótað líf­láti og þær búið við stöðugan ótta um líf sitt og limi. Tvær eldri dæt­urn­ar áttu unn­usta án vitn­eskju föður síns. Faðir þeirra var afar ósátt­ur við frjáls­legt líferni dætra sinna og hvernig þær klæddu sig. Þær höfðu margoft kvartað við skóla­yf­ir­völd yfir of­beldi sem þær voru beitt­ar heima við.

Shafia flutti með fjöl­skyldu sína til Kan­ada árið 2007 en áður höfðu þau búið í Ástr­al­íu, Pak­ist­an og Dubai í um fimmtán ár.

Mohammad Shafia og sonur hansHamed Shafia
Mohammad Shafia og son­ur hans­Hamed Shafia Reu­ters
Tooba Mohammad Yahya
Tooba Mohammad Ya­hya Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert