25 aðildarríki taka þátt í efnahagssáttmála

José Manuel Barroso (v), forseti framkvæmdstjórnar ESB og Herman van …
José Manuel Barroso (v), forseti framkvæmdstjórnar ESB og Herman van Rompuy (h), forseti leiðtogaráðs ESB á leiðtogafundinum í Brussel í dag. Reuters

Herm­an Van Rompuy, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, til­kynnti í dag að öll aðild­ar­ríki ESB, að Bretlandi og Tékklandi und­an­skild­um, hefðu samþykkt á leiðtoga­fund­in­um í Brus­sel í dag að und­ir­rita nýj­an efna­hags­sátt­mála sem á að koma í veg fyr­ir skuldakrepp­ur í framtíðinni.

„25 aðild­ar­ríki ætla að taka þátt og munu und­ir­rita efna­hags­sátt­mál­ann,“ sagði Van Rompuy í færslu Twitter-síðu sinni.

Bresk stjórn­völd höfðu áður gefið það út að þau myndu ekki skrifa und­ir sátt­mál­ann en stjórn­völd í Tékklandi hafa gefið til kynna að þau þurfi fyrst að afla samþykk­is heima fyr­ir áður en þau geta und­ir­ritað sátt­mál­ann.

Sátt­mál­inn mun fela það í sér að aðild­ar­rík­in þurfa að festa í lög ákvæði um halla­laus fjár­lög. Þau aðild­ar­ríki sem brjóta gegn regl­um sátt­mál­ans um fjár­laga­halla munu nær sjálf­krafa verða beitt viður­lög­um.

Sátt náðist í mál­inu eft­ir að Frakk­ar og Pól­verj­ar náðu að leysa deilu sem spratt upp vegna kröfu pólskra stjórn­valda þess efn­is að leiðtog­ar þeirra aðild­ar­ríkja ESB sem ekki hafa núþegar tekið upp evru fái að vera viðstadd­ir leiðtoga­fundi evru­ríkj­anna.

Sátt­mál­inn verður form­lega und­ir­ritaður í byrj­un mars­mánaðar og mun taka gildi um leið og að minnsta kosti 12 aðild­ar­ríki hafa full­gilt hann.

Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, lýsti í dag yfir undr­un sinni á u-beygju tékk­neskra stjórn­valda í mál­inu en þau studdu hug­mynd­ir um efna­hags­sátt­mála á leiðtoga­fund­in­um í des­em­ber síðastliðnum. „Hvernig stend­ur á því að eitt­hvað sem var ásætt­an­legt í des­em­ber er ekki leng­ur ásætt­an­legt í dag?“ Sagði Sar­kozy á blaðamanna­fundi sem hald­inn var að lokn­um leiðtoga­fund­in­um í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert