Neyðarástandið á evrusvæðinu verður meginumfjöllunarefni leiðtogaráðstefnu Evrópusambandsins sem hefst í dag. Lögð verður áhersla á vöxt og skynsamar aðgerðir í fjármálum.
Breska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að nú séu um 23 milljónir íbúa ESB án atvinnu. Margir hafa áhyggjur af því að víðtækur niðurskurður í ríkisfjármálum muni skaða fyrirtæki og starfsþjálfun
Framkvæmdastjórn ESB segir að niðurskurðurinn verði að vera skynsamur, markmiðin skýr svo að vöxtur geti átt sér stað til framtíðar.
Þá segir BBC að flest aðildarríki ESB muni skrifa undir samkomulag um sameiginlega fjármálastjórn, að Bretum undanskildum.