Sýrlensk stjórnvöld hafa fallist á tilboð Rússa um að eiga óformlegar viðræður í Moskvu við fulltrúa stjórnarandstæðinga í Sýrlandi til að reyna að binda enda á átökin í landinu.
Rússneska utanríkisráðuneytið segir, að Sýrlendingar hafi tekið með jákvæðum hætti í tilboðið. Búist sé við að stjórnarandstaðan muni einnig samþykkja boðið á næstu dögum.