Harðasti vetur síðan 1984

Gríðarlega kalt hefur verið undanfarna daga í Austur-Evrópu í kuldakasti sem kostað hefur í það minnsta sextíu manns lífið. Þannig má nefna að í Bosníu fór frostið niður í 31 stig samhliða því að mikill snjór lá yfir. Ekkert lát er á kulda og snjókomu í vikunni.

Spáð er mikilli snjókomu á morgun og hafa veðurfræðingar þegar greint frá því að veturinn 2011-2012 sé sá harðasti frá 1984. Og þegar rýnt er í langtímaspár virðist sem kuldatíðin haldi áfram í næstu viku með áframhaldandi ofankomu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert