Heimilislausir deyja úr kulda í Evrópu

Þessi mynd var tekin í Kasakstan, sem liggur á mótum …
Þessi mynd var tekin í Kasakstan, sem liggur á mótum Evrópu og Asíu, en hitastigið þar fór niður fyrir -43 gráður í dag. Reuter

Kuldakastið sem hef­ur orðið 30 að bana í Úkraínu á síðustu fimm dög­um hef­ur breitt úr sér um aust­ur- og miðhluta Evr­ópu og hafa kulda­met m.a. verið sleg­in víða í Búlgaríu.

Flest­ir þeirra sem hafa lát­ist í Úkraínu voru heim­il­is­laus­ir og urðu úti en fjór­ir fund­ust látn­ir á heim­il­um sín­um. Þá hafa fleiri en 600 leitað sér lækn­isaðstoðar vegna frost­bits og of­kæl­ing­ar.

Yf­ir­völd þar í landi hafa opnað 1.590 skýli sem eiga að sjá heim­il­is­laus­um fyr­ir hita og mat og hyggj­ast opna um 150 til viðbót­ar en hita­stigið hef­ur farið niður fyr­ir -28 gráður á sum­um svæðum.

Í Póllandi var til­kynnt um fimm dauðsföll vegna kulda í dag og er fjöldi þeirra sem hafa lát­ist þar í landi í janú­ar er þá orðinn 27. Hita­stigið þar fór niður fyr­ir -30 gráður í nótt.

Einn heim­il­is­laus maður fannst lát­inn í Viln­íus, höfuðborg Lit­há­ens, í dag, ein kona í höfuðborg Tékk­lands, Prag, og tveir í Rúm­en­íu.

Í Búlgaríu hafa kulda­met fallið víða en í 18 borg­um og bæj­um, þeirra á meðal höfuðborg­inni Sofíu, hef­ur hita­stigið aldrei verið lægra 31. janú­ar og fór mest niður fyr­ir -29 gráður í Kneja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert