Segja Bandaríkin verða að ógna

Bandaríska flugmóðurskipið Abraham Lincoln er nú í Persaflóa.
Bandaríska flugmóðurskipið Abraham Lincoln er nú í Persaflóa. Reuters

Bandaríkin ættu að vera með fleiri herskip á Persaflóasvæðinu, veita Ísraelum vopn og gera Írönum grein fyrir því á skýran hátt að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að stöðva kjarnavopnaáætlun Írana. Þetta segir hópur fyrrum þingmanna og ýmissa sérfræðinga um alþjóðamál sem fundaði í dag.

Hópurinn gagnrýnir Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að gera lítið úr þeim möguleika að Bandaríkjamenn beiti hervaldi gegn Írönum. Viðskiptaþvinganir og viðræður myndu einungis hafa áhrif ef samhliða þeim væri sýnt fram á hervald. 

„Bandaríkin verða að leggja áherslu á að Íranar standa frammi fyrir vali; þeir  geta annaðhvort hætt við kjarnavopnaáætlun sína með samningum eða að kjarnavopn þeirra verði eyðilögð af annaðhvort Bandaríkjamönnum eða Ísraelum,“ segir í skýrslunni. 

„Aðgerðaleysi er of varasamt. Við verðum að stöðva kjarnorkuklukku Írana,“ segir þar ennfremur og hópurinn leggur til að Bandaríkamenn segi það skýrum orðum að þeir hiki ekki við notkun hervalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert