WikiLeaks um borð í báti

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Aðstandendur vefsíðunnar WikiLeaks eru sagðir vera að kaupa bát sem á að hýsa alla netþjóna vefsíðunnar. Hingað til hafa þeir verið staðsettir hér á landi og í Svíþjóð. Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News eru líkur leiddar að því að með því að staðsetja netþjónana um borð í báti verði hægt að sniðganga bandarísk lög og komast hjá ákærum á hendur Julian Assange, stofnanda síðunnar.

Einn heimildamanna Fox News segist telja að með þessari tilhögun verði vefsíðan vernduð af sjórétti.

WikiLeaks undirbýr nú eigin sjónvarpsþætti og á fyrsti þátturinn að fara í loftið 10. mars. Um er að ræða umræðuþætti og þar hyggst Assange taka á móti  lykilfólki í stjórnmálum, hugsuðum og byltingarsinnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert