WikiLeaks um borð í báti

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Aðstand­end­ur vefsíðunn­ar Wiki­Leaks eru sagðir vera að kaupa bát sem á að hýsa alla netþjóna vefsíðunn­ar. Hingað til hafa þeir verið staðsett­ir hér á landi og í Svíþjóð. Í frétt banda­rísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar Fox News eru lík­ur leidd­ar að því að með því að staðsetja netþjón­ana um borð í báti verði hægt að sniðganga banda­rísk lög og kom­ast hjá ákær­um á hend­ur Ju­li­an Assange, stofn­anda síðunn­ar.

Einn heim­ilda­manna Fox News seg­ist telja að með þess­ari til­hög­un verði vefsíðan vernduð af sjórétti.

Wiki­Leaks und­ir­býr nú eig­in sjón­varpsþætti og á fyrsti þátt­ur­inn að fara í loftið 10. mars. Um er að ræða umræðuþætti og þar hyggst Assange taka á móti  lyk­ilfólki í stjórn­mál­um, hugsuðum og bylt­ing­ar­sinn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert