Dæmdur í lífstíðarfangelsi

Kaing Guek Eav er betur þekktur sem Duch.
Kaing Guek Eav er betur þekktur sem Duch. Reuters

Dóm­stóll í Kambódíu, sem nýt­ur stuðnings Sam­einuðu þjóðanna, hef­ur synjað beiðni Kaings Gu­eks Eavs, sem er bet­ur þekkt­ur sem Duch, og dæmt hann í lífstíðarfang­elsi. Duch var einn af helstu böðlum Rauðu kmer­anna í Kambódíu.

Duch var yf­ir­maður fanga­búða þar sem 15 þúsund manns létu lífið. Árið 2010 var hann dæmd­ur fyr­ir að hafa framið glæpi gegn mann­kyn­inu og hlaut hann 35 ára fang­els­is­dóm. Dóm­ur­inn hef­ur nú verið lengd­ur í lífstíðarfang­elsi.

Hann áfrýjaði dómn­um í mars í fyrra á þeim grund­velli að hann hefði ein­fald­lega verið að fylgja skip­un­um yf­ir­manna sinna. Hann held­ur því fram að það hefði aldrei átt að rétta í mál­inu.

Duch, sem er 69 ára, er einn fyrsti hátt setti liðsmaður Rauðu kmer­anna sem þurfa að svara til saka fyr­ir gjörðir sín­ar fyr­ir dóm­stól­um.

Rétt­ar­höld­in í máli hans voru fyrstu rétt­ar­höld dóm­stóls sem stofnaður var með stuðningi Sam­einuðu þjóðanna til að sækja til saka fyrr­ver­andi for­ystu­menn Rauðu kmer­anna sem urðu um 1,7 millj­ón­um manna að bana á ár­un­um 1975-79, eða um fjórðungi þjóðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka