Hakkarar ráðast á gríska sendiráðið

Mótmæli í Grikklandi.
Mótmæli í Grikklandi. Reuters

Hópur nethakkara sem kalla sig Anonymous réðust á vefsíðu gríska dómsmálaráðuneytisins í dag. Aðgerðin er gerð til að mótmæla hertum höfundarréttalögum í landinu.

„Grikkland er fæðingarstaður lýðræðisins en þið hafið drepið það,“ segir í tilkynningu frá hópnum sem hann setti á forsíðu dómsmálaráðuneytisins.

Grikkland er undir smásjánni hjá Evrópusambandinu vegna efnahagsþrenginga og atvinnuleysi mikið. Hakkarahópurinn hótar að ráðast á fleiri vefsíður og segir að næsta skotmark séu fjölmiðlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka