Meira en 200 látnir vegna kulda

Meira en 220 hafa látist undanfarna viku vegna kuldanna sem nú eru í Evrópu. Spáð er áframhaldandi frosthörkum um helgina. Sumstaðar hefur fólk fundist látið á götum úti og þúsundir eru innlyksa í fjallaþorpum í Serbíu og hafa þeir þurft á aðstoð björgunarsveita að halda.

Flestir hafa látist í Úkraínu, en tilkynnt hefur verið um 101 andlát vegna kuldanna. Mesta frostið mældist í Tékklandi, þar sem það varð 38,1°C. Um 1.600 hafa leitað læknis vegna kalsára og ofkælingar og þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum víðs vegar um Evrópu.

Tilkynnt hefur verið um 37 dauðsföll vegna kuldanna í Póllandi, en þar hefur frost mælst um 35°C. Um 1.000 skólar hafa verið lokaðir í Búlgaríu, en víða hafa samgöngur farið úr skorðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert