15% vinnuaflsins útlendingar

Frá Bergen í Noregi.
Frá Bergen í Noregi. mbl.is

Af rúmlega 2,5 milljónum manna sem skráðar voru á norska vinnumarkaðnum á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum í Noregi voru um 387 þúsund með erlent ríkisfang samkvæmt frétt norska dagblaðsins Bergens Tidende. Það gerir um 15% vinnuaflsins.

Að sögn Kjells Gunnars Salvanes hagfræðiprófessors hefur norskt efnahagslíf hagnast mjög á komu erlends vinnuafls til landsins frá því að Evrópusambandið var stækkað til austurs og suðurs árið 2004.

Það hafi meðal annars haft í för með sér að í stað hælisleitenda sem almennt hafi ekki búið yfir mikilli hæfni hafi komið mun hæfari verkamenn frá Austur-Evrópu og Svíþjóð og að sú breyting hafi átt sér stað mjög hratt.

Haft er ennfremur eftir Salvanes að straumur útlendinga til Noregs á undanförnum árum sé sambærilegur við straum innflytjenda til Bandaríkjanna í kringum aldamótin 1900.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert